Betri nýting yfirbyggingar

Betri nýting yfirbyggingar

Nýta yfirbygginguna á verslunarsvæði Garðatorgs til að skapa samkomusvæði, afmarka eða byggja við. Íslenska veðráttan kemur oft í veg fyrir að fólk geti hist utandyra stóran hluta á árinu og gæti samkomusvæði í skjóli nýst fólki til að hittast allan ársins hring og væri hægt að nota á viðburðum, jól/páskar. Borgir og bæir erlendis búa yfir ýmsum görðum og stöðum fyrir fólk til að koma sér saman en sleppa við íslenska veðrið. Bekkir, borð, plöntur (gervi/ekta) og góð lýsing gæti gert mikið.

Points

Garðabæ vantar samkomustað þar sem fólk getur hist allan ársins hring. Aukin traffík í gegnum Garðatorg myndi vonandi skila sér til smáfyrirtækja á svæðinu og blása smá líf í gamla kjarnann á Garðatorgi með innblæstri frá erlendu borgarlífi. Garðskálinn í Garðabæ, yfirbyggt samkomusvæði með margvíslegum uppkákomum þar sem t.d. fjölskyldufólk gætu hist í kaffi eða einstaklingar og hópar hlustað á live tónlist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information