Tryggja að aðstaða og aðbúnaður styðji við leik og nám. Öflugt menntastarf þarfnast umhverfis sem hvetur til náms. Áhersla er á að tryggja börnum og starfsfólki vinnuvistvænt umhverfi og aðstöðu sem styður við leik og nám. Stuðla þarf að reglubundnu eftirliti á starfsaðstöðu og gerð viðmiða varðandi heilsufarsþætti og öryggi,s.s. lýsingu, hljóðgæði, loftgæði, aðgengi, aðstöðu á lóð, og margs konar búnaðar. Horft verði til aukins samráðs við börn og starfsfólks um mótun umhverfis til leiks og náms.
Það þarf að endurbæta húsnæði. Afar litlar skólastofur í eldri skólum hamla framkvæmd á framsæknu skólastarfi. Þar með eykst líka aðstöðumunur nemenda í ólíkum skólahverfum.
Skólalóðir þarf líka að endurnýja, uppfæra og viðhalda.
Í þessa setningu vantar hróplega að telja upp rými sem viðmiðunarþátt um heilsufar. Vinnueftirlitið hefur sett fram viðmið um rými í skólastarfi. "Stuðla þarf að reglubundnu eftirliti á starfsaðstöðu og gerð viðmiða varðandi heilsufarsþætti og öryggi,s.s. lýsingu, hljóðgæði, loftgæði, aðgengi, aðstöðu á lóð, og margs konar búnaðar."
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation