Aðstaða og aðbúnaður styðji við leik og nám

Aðstaða og aðbúnaður styðji við leik og nám

Tryggja að aðstaða og aðbúnaður styðji við leik og nám. Öflugt menntastarf þarfnast umhverfis sem hvetur til náms. Áhersla er á að tryggja börnum og starfsfólki vinnuvistvænt umhverfi og aðstöðu sem styður við leik og nám. Stuðla þarf að reglubundnu eftirliti á starfsaðstöðu og gerð viðmiða varðandi heilsufarsþætti og öryggi,s.s. lýsingu, hljóðgæði, loftgæði, aðgengi, aðstöðu á lóð, og margs konar búnaðar. Horft verði til aukins samráðs við börn og starfsfólks um mótun umhverfis til leiks og náms.

Points

Það þarf að endurbæta húsnæði. Afar litlar skólastofur í eldri skólum hamla framkvæmd á framsæknu skólastarfi. Þar með eykst líka aðstöðumunur nemenda í ólíkum skólahverfum.

Skólalóðir þarf líka að endurnýja, uppfæra og viðhalda.

Í þessa setningu vantar hróplega að telja upp rými sem viðmiðunarþátt um heilsufar. Vinnueftirlitið hefur sett fram viðmið um rými í skólastarfi. "Stuðla þarf að reglubundnu eftirliti á starfsaðstöðu og gerð viðmiða varðandi heilsufarsþætti og öryggi,s.s. lýsingu, hljóðgæði, loftgæði, aðgengi, aðstöðu á lóð, og margs konar búnaðar."

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information