Framsækið starfsumhverfi

Framsækið starfsumhverfi

Stuðla að framsæknu starfsumhverfi. Áhersla er á faglegt, jákvætt, styðjandi og hvetjandi starfsumhverfi í menntun. Stefnt er að því að nýta stafrænar lausnir og framsæknar aðferðir við stjórnun og tryggja virka þátttöku starfsfólks í ákvarðanatöku í því markmiði að auka gæði þjónustu, sveigjanleika og starfsánægju. Starfsfólki verði jafnframt veitt fjölbreytt tækifæri til að afla sér þekkingar og miðla henni áfram og þannig hámarka hæfileika sína og framlag. Þannig verði einnig lögð áhersla á þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og sókn í sjóði og styrki.

Points

Flott, er þá átt við minni miðstýringu en er í dag?

Hér er nauðsynlegt að minnast á bleika fílinn sem fáir vilja tala um. Stytting vinnuvikunnar er þungt verkefni í menntastofnunum og starfsmenn sitja ekki við sama borð og aðrir starfsmenn bæjarins. Brýnt er að bæta út þessu því að rétt mönnun (ekki undirmönnun eins og styttingin hefur í för með sér) er undirstaða þess að tími gefist til í áhugaverð, lærdómsrík og framsækin verkefni. Það verður að bæta upp styttinguna með betri mönnun í menntastofnunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information