Skemmtilegri leiktæki á Hofgarðarróló

Skemmtilegri leiktæki á Hofgarðarróló

Fá leiktæki sem örva bæði líkama og ímyndunarafl barna. Fleiri aldurshópar geti nýtt sér völlinn.

Points

Gaman væri að fá leiktæki, t.d. kastala með rennibraut, stiga, klifurgrind, (þrautum...) sem gagnast á marga vegu. Rólurnar sem fyrir eru, eru einungis ætlaðar ungum börnum. Það þyrfti leiktæki sem þjóna fleiru en einu hlutverki. Fleiri aldurshópar gætu því nýtt sér þennan rólóvöll. Góðar fyrirmyndir eru t.d. leikvellir í Kaupmannahöfn.

Það er mjög góð hugmynd að byggja upp róló því allir foreldrar njóta þess að vita af börnunum í leik á öruggum stað. Ég mæli líka með að það verði sett upp grindverk þannig að börnin séu örugg á leiksvæðinu. Börn eiga það til að taka á rás og þá er gott fyrir foreldra að vita að börnin verði ekki komin út á götu á örskotsstundu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information