Setja upp ærslabelg, battavöll og nýjan brettagarð í Sjálandshverfinu.
Það þarf að bæta leiksvæðið við Sjálandsskóla þar sem stór hluti af því var tekinn undir gáma fyrir 5 ára deildina. Þetta er virkilega góð hugmynd ❤️
Það er búið að minnka leiksvæðið við Sjálandsskóla svakalega eftir að gámahúsið fyrir 5 ára deildina kom. Gamli brettagarðurinn var fjarlægður í sumar og þá missti Sjálandsskóli annan fótboltavöllinn undir gámahúsið. Hofsstaðaskóli, Urriðaholtsskóli og Flataskóli eru allir með ærslabelg í grennd við skólann og ég veit að börnin þar nota hann mikið.
Fullkomið svæði fyrir leiksvæði og gaman ef það gæti verið kaffihús líka með útisvæði
Fullkominn staður fyrir ærslabelg! Engin hávaðamengun fyrir þá sem hræðast það en þó nálægt hverfinu svo börnin munu sækja hann.
Leiksvæðið við Sjálandsskóla hefur minnkað mikið með tilkomu gámahúsanna fyrir 5 ára deildina, og það þarf að bæta. Þessi tillaga er vitleg og góð.
Vantar gott leiksvæði fyrir krakka í ljósi breytinga á skólalóðinni
Það vantar klárlega uppá leiksvæði fyrir krakka í Sjálandsskóla, sem og þá sem búa þarna í kring.
Gott svæði fyrir leikvöll!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation