Lagfæra þarf göngustíginn undir reykjalundarveg eða yfir

Lagfæra þarf göngustíginn undir reykjalundarveg eða yfir

Förum við oft gangandi og hjólandi í og úr leikskóla(Reykjakoti) frá helgafellshverfinu eftir göngustígnum sem liggur upp með varmánni sem er tilltölulega ný malbikaður. Frábær stígur, þar til maður kemur að undirgöngunum undir Reykjalundarveg, þar eru steinlagðar tröppur sem er mjög erfitt að drösla barnavagni niður og upp, og hvað þá hjóli eða hjólum. Mjög brattur stígur liggur yfir veginn sem mikill hraði er á og ekki boðlegur litlu fólki. Virkilega ábótavant að tengja þetta betur.

Points

Bætt tenging undir veginn mundi vera hvatning til umhverfisvænni samganga milli hverfa.Mjög falleg gönguleið fyrir mæður með barnavagna. Í heilsueflandi samfélagi mundi þetta vera hvatning fyrir fólk á öllum aldri að njóta umhverfis og fallegrar nátturu. Fólk sem á erfitt til heilsu eða göngu gæti nýtt þessa leið betur.

Mjög góð hugmynd. Það flæðir oft vatn yfir steyptu leiðina í undirgöngunum.

Lítil framkvæmd en nauðsynleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information