Allir leikskólarnir eru opnir kl. 7.45-16.15, nema á Flateyri þar sem opnunartími er kl. 8-16. Miðað er við að lágmarki 5 börn nýti lengri opnun svo hún sé til staðar, og opnunartími því metinn reglulega. Jafnframt er sumarlokun 4 vikur í öllum leikskólunum, nema á Flateyri þar sem lokun er 5 vikur. Er þetta ekki metið reglulega á Flateyri eins og annarsstaðar? Er fjöldinn 5 sanngjarn? Er allra leiða leitað til að sumarlokun á Flateyri sé jöfn hinum stöðunum?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation