Leikvöllur/Æfingasvæði

Leikvöllur/Æfingasvæði

Ég mundi vilja sjá veglegt útisvæði við enda Akurholts/malarvegar. Þar er autt grassvæði sem rúmar vel skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Gaman væri að sjá leiksvæði sem tengist náttúrunni, þeas ekki þessi hefðbundnu leiktæki. Þar mættu líka vera bekkir fyrir fólk til að tylla sér niður á. Jafnframt mætti samtvinna þetta með hreystibraut, eða útiæfingasvæði sem fullorðnir geta nýtt sér.

Points

Tangarnir og Holtin eru að "yngjast" upp. Hingað eru komnar margar barnafjölskyldur og það vantar alveg skipulagt útisvæði fyrir börn. Í dag þarf að fara ansi langt til að komast á leiksvæði, þeas í Lágafellsskóla eða við Varmá. Göngustígurinn fyrir neðan Holtin/Tangana er einnig vinsæll og gaman væri að geta stoppað á leiðinni og leyft börnum að leika sér og fullorðnir geta spreytt sig á útiæfingasvæði.

😃

Væri flott að gera með Parkour þar líka. Sameina þetta með. https://okkar-moso.betraisland.is/post/9381

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information