Betri og skemmtilegri leikvellir

Betri og skemmtilegri leikvellir

Það vantar betri leikvelli með betri tækjum og meiri fjölbreytni eins og er oft í útlöndum.

Points

Leiktæki sem eru inn á hverfi eru oft með lélegir tæki eða bara 1-2 tæki. það vantar að hafa leikvöll fyrir almening svipað eða betri og er boðið á leikskólar. og helst með gummi golf eins og er á lágafellslaug.

Algjörlega sammála því að það mætti bæta leikvellina sem til eru og jafnvel fjölga þeim. Einnig mætti bæta við ungbarnarólum á þá

Það er farið að fækka verulega leiktækjum á almennum svæðum um bæinn. Það væri til mikilla bóta og mundi styðja við hugtakið heilsueflandi samfélag að fjölga leikvöllum og leiktækjum á öllum þessum fínu grænu reitum um allan bæ. Og enn betra ef hægt væri að hafa leiktækin fjölbreitt og spennandi til að hvetja börn til útivistar.

Það eru mikið af barnafjölskyldum í Mosfellsbæ og oft er erfitt að finna afþreyingu fyrir börnin. Ég myndi vilja sjá þessa hugmynd tekna upp á annað plan. Ég myndi vilja sjá stærsta leiksvæði fyrir börn á Íslandi, stórt útisvæði með mikið af tækjum, sem og innisvæði með hoppuköstulum og fjöri, svið fyrir leiksýningar og allskonar bara. Hollan mat og grænmeti í boði. Barnahátíð hverja helgi. Ég myndi borga fyrir það.

Var búinn að henda á Bryndísi póst þar sem svona glæsileg barna leiktæki og umboðsaðili þess á Íslandi var kynntur. Þetta er að finna í mörgum sveitafélögum út á landi t.d Sauðárkróki. Við eigum fullt af stöðum sem væri hægt að setja svona glæsilega leikvelli. Markaðslega fyrir Mosó er þetta snilld. Sjáið bara hvað Lágafellslaug hefur gert, hún er barnvæn og dregur fólk að. Sama gera glæsileg útisvæði, fólk sem kemur í Mosó og eyðir deginum og jafnvel einhvað í verslun og þjónustu.

Það eru fullt af barnafólki sem mundu vilja leikvelli víðar og betri. Enginn almennilegur leikvöllur í hverfinu mínu fyrir yngstu kynslóðina. Ég bý í helgafellslandinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information