Könnun varðandi hámarkshraða á Raufarhöfn

Könnun varðandi hámarkshraða á Raufarhöfn

Tillagan felur í sér að hámarkshraði á Raufarhöfn verði 30 km/klst og færist þar með úr 50 í 30 km/klst. Hægt er að kjósa með tillögunni með því að ýta á örina sem vísar upp eða á móti með því að ýta á örina sem vísar niður.

Points

Mitt mat er að 50 km hraði sé hæfilegt í þorpinu. En það þarf að ná hraðanum niður í 50 við innkomuna austanmegin. Flestir keyra inní þorpið á 70-90 km hraða og lækka ekki fyrr en komið er að Skólabraut. Það er hægt að gera með hraðahindrunum, mjókka veg, merkingar (broskall)( búið að leggja rafmagn eftir að setja upp), myndavélum og löggæslu.

50 km./klst. er hæfilegur hraði í þorpinu en finna þarf leiðir til að lækka innaksturshraðann. Hann er of mikill þegar komið er inn í þorpið að sunnan.

Mitt mat er að það þarf að nà hraðanum niður, hvort sem það verði lækkaður hraðin eða verði sà sami þà þarf að gera eitthvað við bæjar mörkin. Eins og almennilegar hraðahindranir eða mjókka vegin. Èg held að seta skilti með bros köllum virki ekki neitt nema fyrir mjög fáa. Meiri segja er stundum hraðinn enn mikill þegar er keyrt fram hjá blokkinni. Verð að segja að mér finnst frekar utanbæjar fólk eins og vörubílsstjórar, póstbílinn og fleiri ekki virða hraða mörkin.

50.km er hæfilegt eins og í öðrum bæjum. En keyrslan inní í bæinn austanmegin er skelfileg. Setja stórar hraðahindrandir og broskallskassa sem af og til inniheldur myndavél þegar engin veit :)

fólk er að keyra ALLTOF hratt inní bæinn... hafa niður í 30 km þá kannski munu þeir sem keyra svona hratt koma aðeins hægar !

Mikið er um að fólk komi inní þorpið á miklum hraða og tel ég því að þyrfti fyrst iog fremst að setja hraðahindrun þegar komið er inní þorpið. Með merkingum hraða broskalli og eða mjókkun á vegji

50 km er hæfilegt

Þætti viskulegast að byrja á rótinni sem er að ná niður hraða inn í þorpið t.d með broskalli/ skeifu.það hefur áhrif að mínu mati.

Með 50 km áfram. En skilst að það se verið að setja upp broskall / fýlukall við aðkomu inn í bæinn báðumegun. Vonum að það dragi verulega úr hraða inn í þorpið.

Það er ekki hraðinn í þorpinu sem er vandamálið heldur hraðinn þegar keyrt er inn í þorpið. Sjokkerandi að sjá þegar flutningabílarnir og fleiri koma á fullu gasi. Góð hraðahindrun (eins og þær voru áður en þær voru lækkaðar) eða þrenging eina sem virkar

50 km er hæfilegur hraði, það þarf að setja upp góða hraðahindrun sunnan við þorðið það lækkar allavega hraðann þegar komið er inni þorpið.

Það er keyrt allt of hratt hér inn i bæinn. Sama hvort það séu heimamenn eða aðrir. Mér finnst að það eigi að vera 35 km frá bæjarmörkum og fram hjá skólabraut þar sem leiksvæði og skóli er. Svo er hægt að hækka upp i 50km. Veit nú ekki hvort að einhverjir broskallar muni hægja á umferð hér inn i bæ. En allavegana sem móðir 7 ára barns og bý hér rétt við bæjarmörk að þá stendur mér stundum ekki á sama með hraðann á mjög mörgum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information