Æfingaskanni við útisvæði og útiæfingatæki bæjarins

Æfingaskanni við útisvæði og útiæfingatæki bæjarins

Ég er íþróttafræðingur og hef búið til forrit sem gerir mér kleift að búa til æfingarútínur undir QR kóða. Mín hugmynd er að sérsníða rútínur við útisvæði sem bærinn hefur til staðar. Getur verið t.d. gönguleiðir þar sem QR kóði er á bekkjunum og þar eru æfingar sem hægt er að gera við bekkinn. Ef bærinn er með útiæfingatæki þá væri hægt að gera rútínu í krinum þau tæki. Ég læt viðhengi fylgja með QR kóða, undir þeim kóða er sýnidæmi sem ég gerði fyrir ákveðna gönguleið í kópavogsbæ.

Points

Með því að bjóða upp á notkunarmöguleika á tækjum og æfingum þá er mun líklegra að fólk nýti sér tækin,svæðin. Líklegra er að fólk nýti sér það oftar og fái meira útúr æfingunni ef hún er markvisst sett upp en ekki bara hvernig á að framkvæma. Með búnaðnum geta einstaklingar fengið heildræna æfingu með notkun hvers svæði fyrir sig. Einnig væri hægt að nota þetta til þess að virkja krakkana í bænum og setja æfingar á sparkvellina t.d. Getur verið bolta og styrktaræfingar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information