Hundagerði á Óla Run túni

Hundagerði á Óla Run túni

Það væri tilvalið að gera hundagerði á Óla Run túni auk þess að setja þar upp útivistaraðstöðu og leikvelli. T.d. blakvöll, frisbýgolf (gróðursetja tré til þess að afmarka svæðið frá Ásbrautinni og hafa fleiri hindranir í leiknum), rólur og römbur.

Points

Mikill vilji er meðal íbúa á svæðinu að það verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og grænt svæði í stað þess að þarna verði íbúðabyggð eins og Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar leggur til. Hundagerði vantar í Hafnarfjörð og það gæfi svæðinu skemmtilegan blæ að blanda saman útivist, fjölskyldusporti og hundaleikjum.

Hundagerði eiga tvímælalaust að vera í útjaðri bæjarins, alveg eins og hesthús.

Hundagerði tel ég ekki mega vera í miðri byggð. Ég tel að hundagerði eigi frekar heima á svæðum sem lúta sömu lögmálum og Geirsnef í Reykjavík, opið svæði sem ekki er upp að byggð. Ástæðan er sú að ekki eru allir samþykkir því að hafa hunda lausgangandi nálægt húsum sínum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information