Það er réttlætismál að jafna aðstöðu hafnfirskra barna sem stunda knattspyrnu með því að koma upp knatthúsi á Ásvöllum. Búið er að teikna hús sem fellur vel að framtíðaruppbyggingu á svæðinu og er m.a. hugsað sem æfingaaðstaða fyrir yngstu iðkendurna yfir vetrarmánuðina.
Það eru margt annað hægt að gera með pening sem færi í fótbolta iðkun nokkurra. Hvað með krakkana sem vilja stunda tónlist, dans eða listir? Það vantar betri úrræði fyrir allskonar krakka ekki bara þau sem vilja stunda hópíþróttir.
Laga fjármál bæjarins fyrst. Bærinn er ennþá frekar illa staddur.😒
Það er réttlætismál að jafna aðstöðu hafnfirskra barna sem stunda knattspyrnu með því að koma upp knatthúsi á Ásvöllum. Búið er að teikna hús sem fellur vel að framtíðaruppbyggingu á svæðinu og er m.a. hugsað sem æfingaaðstaða fyrir yngstu iðkendurna yfir vetrarmánuðina.
Frábært að setja upp knatthús fyrir Hauka. En þessi áætlaða staðsetning knatthúss, í þessari nálægð við friðlýs svæði Ástjarnar, er neikvæð fyrir svæðið og mun ekki eldast vel. Ég tel það mikil mistök fyrir bæinn að ætla að fara þvert gegn áliti fjölda stofnanna, þ.a.m. heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs, um það að setja upp þetta knatthús á þennan hátt. Það hlýtur að vera hægt að finna svæði þar sem kantthúsið mun ekki hafa eins slæm áhrif á náttúru og friðlýst svæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation