Á að seinka klukkunni á Íslandi um klukkutíma?

Á að seinka klukkunni á Íslandi um klukkutíma?

Lagt hefur verið til að seinka klukkunni þannig að Ísland færist um eitt tímabelti í vestur, til að endurspegla betur landfræðilega legu, og færa klukkuna nær sólarganginum. Ath. Umræður um upptöku sumar- og vetrartíma eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8852 Umræður um kosti og galla þess að hefja vinnutíma þegar sólin er komin klukkutíma hærra á loft en nú er, eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8854

Points

Eins og staðan er í dag, er sólin hæst á lofti í Reykjavík um kl. 13:30. Ef eðlilegt á að vera að kalla kl. 12 hádegi, þá ætti sólin að vera hæst á lofti sem næst því. Færsla um klukkutíma myndi ekki ná því alveg, en þó nær en við núverandi ástand. Og fyrir mestallt landið er færsla um einn klukkutíma (frekar en tvo) það sem kemst næst sólarganginum.

Bjartari morgnar

Það vill svo heppilega til að Ísland er eitt af fáum löndum sem notar UTC (Universal Coordinated Time) að staðaldri. Það væri þróun aftur á bak að breyta klukkunni þar sem Ísland er nú fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir að lifa eftir "heimsklukkunni". Ef einhverju þarf að breyta, þá eru það samningshættir fólks varðandi vinnutíma og/eða almenna opnunartíma.

Ef fólk vill fá meiri birtu fyrir vinnu á kostnað síðdegissólarinnar, þá er einfalt mál að breyta opnunartímum opinberra stofnana í staðinn fyrir að hringla með mælikvarðann sem við miðum við.

Mælikvarðinn skiptir ekki máli svo lengi sem fólk er vant honum. Við gætum þess vegna miðað við tímabelti Kína, og fólk gæti alveg vanist því að þegar það fer á fætur á morgnanna sé klukkan um 15:00, og opnunartími opinberra stofnana sé 16:00-24:00, sólin væri hæst á lofti um kl. 20:00, o.s.frv. Túristar myndu eflaust furða sig á okkur, og það væri skrýtið fyrst, en það myndi alveg venjast. Þetta er bara mælikvarði, til að miða tímasetningar við.

Breytingin sjálf útheimtir talsverða vinnu vegna alls konar tölvukerfa sem þyrfti að endurstilla. Ennfremur myndi breytingin flækja útreikninga sem fjalla um tímamun á tímasetningum bæði fyrir og eftir breytingu, ef nákvæmni upp á klukkutíma skiptir máli, þar sem þá þyrfti að taka tillit til þess að við breytinguna hverfur þessi eini klukkutími sem hoppað er yfir.

Fyrst við erum nú þegar að notast við staðlaða jarðartímann, UTC, og fyrst við erum hvort eð er svona nálægt Greenwich tímabeltinu, þá einfaldar það margt í tímaútreikningum að halda okkur við það. Fjölmörg íslensk tölvukerfi hafa ekki hingað til þurft að taka tillit til tilvistar tímabelta, og þyrfti að leggja vinnu í að aðlaga þau að þeim möguleika.

Dagsbirta hefur töluverð áhrif á aðila sem eiga erfitt með að komast í gang á morgnana, hvort sem það er vegna heilsu eða þá að viðkomandi er bara það sem kallað er b-manneskja.

Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki og gagnaver á Íslandi hafa í dag þann (ósniðuga) kost að gera ráð fyrir að klukkan sé stillt m.v. staðlaðan Jarðartíma. Með því að raska klukkunni gæti framleiðni þessara fyrirtækja lækkað til muna ef breyta þarf hugbúnaði til að gera ráð fyrir slíkum breytingum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information