Tvær tegundir stýrivaxta seðlabanka

Tvær tegundir stýrivaxta seðlabanka

Skipta stýrivöxtum seðlabanka upp í útlánastýrivexti og innlánastýrivexti til að gefa seðlabankanum aukin tól til að ná verðbólgumarkmiðum og hafa meira jafnrétti á milli manna.

Points

Í núverandi kerfi þá hækka innláns- og útlánsvextir þegar stýrivextir hækka og í fyrravor (2023) voru miklar stýrivaxtahækkanir og greiðslubyrði skuldara jókst mikið. Skuldarar greiddu hærri vexti inn til banka, þetta var gert til að sporna gegn verðbólgu, allt í lagi með það. Nema hvað innlánavextir hækkuðu samhliða svo bankar greiddu peninginn sem þeir fengu frá skuldurum beint inn á bankabók hjá skuldlausu fólki. Þetta er svona svipað og öfugur Hrói Höttur, taka frá fátækum og gefa ríkum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information