Burt með villandi götuvita

Burt með villandi götuvita

Víða um land hérlendis á gatnamótum eru mjög villandi götuvitar eða götuljós sem gefa rauð, gul og græn merki handan við þau gatnamót sem stoppa á fyrir framan. Betra væri að taka niður þessu aukaljós handan gatnamóta þar sem ljósmerki frá þeim götuvitum er standa við stopplinu duga vel og eru ekki villandi fyrir neina.

Points

Það kemur fyrir að fólk stoppi við þessa villi-götuvita og eru þá stopp á miðjum gatnamótum. Fyrir utan þá hættu sem þessu villiljós skapa þá auka þau kosnað við viðhald og uppsetningu götuljósa um allt að einn þriðja.

Lýsing á mynd: götuviti númer 1 og 2 standa við stopplínu og gera gagn. Götuviti númer 3 gefur villiljós g blár bíll merktur númer 4 er stopp á miðjum gatnamotum þar sem villiljósið platar hann. Betra væri að taka niður villiljósin svo að ökumaðurinn í bláabílnum merkturnúmer 4 hætti að stoppa á miðjum gatnamótunum.

Er sammála Pétri Ó. Aðalgeirssyni og hef aldrei lent í þessu atviki eða frétt af neinum sem hefur lent í þessu atviki. Hef hinsvegar oft lent í því að ljós 1 og 2 séu það nálægt bílstjóra og hátt uppi að þau sjást ekki, á gatnamótum þar sem ekkert ljós er hinu megin við götuna og það er alltaf vesen. Myndi frekar vilja fjölga "villuljósum" (ljósum 3) frekar en fækka þeim eða hafa staðlaða fjarlægð stopplínu frá ljósum 1 og 2 sem er nógu langt frá til að ljósin sjáist almennilega.

Bíll sem er stopp á réttum stað við línuna milli ljósa 1 og 2 getur verið það framarlega að bílstjórinn eigi erfitt með að sjá ljós 1 og 2, sérstaklega við ákveðin birtuskilyrði o.s.frv. Þess vegna er gagnlegt að hafa ljós 3 svo fremsti bíll sitji ekki áfram stopp þó komið sé grænt ljós.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information