Jöfnum réttinda allra íbúa landsins

Jöfnum réttinda allra íbúa landsins

Núgildandi reglur um ellilífeyri gerir ekki ráð fyrir því að útlendingar flytji til landsins. Tryggja þarf öllum lágmarks framfærslu lífeyri, en ekki eins og nú er. Fullur réttur á Íslandi miðast við 40 ára búsetu á aldrinum 16 – 67 ára. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur er reiknaður út hlutfallslega. Þetta býr til fátækragildru fyrir þann hóp (rúmlega 10%) sem búið hafa hér um skemmri tíma og mun fyrirsjáanlega þýða að sveitarfélögin munu þurfa að styðja þennan hóp.

Points

Lágmarks framfærsla ellilífeyrisþega á að vera algjörlega undanþegin kvöð um tímabil sem viðkomandi hafi búið hér á landi. Hvort heldur við leysum það með borgaralaunum eða með öðrum hætti, þá er það óásættanlegt að þessi hópur sem fer stækkandi, muni í fyrirsjáanlegri framtíð þurfa að sækja framfærslubætur á hendur sveitarfélögum, sem ekki hafa fengið neinar auknar fjárheimildir frá ríkinu til að takast á við þetta vandamál. Tryggjum öllum sömu lágmarks framfærslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information