Lífeyrissjóðirnir leysi húsnæðisvandann

Lífeyrissjóðirnir leysi húsnæðisvandann

Lífeyrissjóðirnir fjárfesti í íbúðarhúsnæði og leigi það út til almennings. Tryggi þannig á sama tíma öruggt húsnæði fyrir alla landsmenn og öruggt peningastreymi til greiðslu lífeyris til lífeyrisþega. Lífeyrissjóðirnir eiga um 3.500 milljarðar króna og þessa fjármuni ber að vernda og ávaxta svo lífeyrisþegar fái örugglega sinn lífeyri. Fræðilega gætu lífeyrissjóðirnir keypt yfir 116.000 íbúðir á 30 milljónir hverja. Heimili í landinu eru nú um 120.000.

Points

Fjárfestar eru almennt sammála um að fjárfesting á fasteignamarkaði er ein öruggasta fjárfestingin. Ávöxtun er ekki eins há og hún getur verið í áhættufjárfestingu, en hún er öruggari. Lífeyrissjóðir eiga fyrst og fremst að vera öruggir og nægilegir til þess að standa undir skuldbindingum. Fjárfestingin byggir ekki á hækkun eða lækkun á kaupverði húseigna heldur fremur á öruggu innstreimi á leigutekjum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information