Stjórnlagaráð hefur samþykkt einróma frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Leggjum áherslu á að farið verði eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarkránna og samþykkja hana á þingi.Einungis þannig getum við breytt þeim skekkjum sem skaða hér samfélagið í heild. http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/
Íslendingar lýstu því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu að Alþingi skyldi setja þjóðinni nýja stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs. Fjögur ár eru liðin frá þessari atkvæðagreiðslu og enn hefur þingið ekki orðið við þessari kröfu. Við þurfum þingmenn sem hlusta á þjóðina. Við hvetjum kjósendur til þess að velja aðeins flokka sem hafa skuldbundið sig til þess að gera nýja stjórnarskrá að forgangsmáli á næsta þingi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation