Styðjum við félagsstarf ungmenna

Styðjum við félagsstarf ungmenna

Afar mikilvægt er að sjálfboða- og félagsstarf íslenskra ungmenna sé virt, viðurkennt og stutt af hálfu stjórnvalda með fullnægjandi hætti. Æskulýðslög, stefna stjórnvalda og stuðningur við félagsstarf þurfa að gera skýran greinarmun á starfi með börnum (um 6-14 ára) annars vegar og félagsstarfi ungmenna (um 15-25/30 ára) hins vegar og styðja með fullnægjandi hætti við hvoru tveggja, en í dag er síðarnefndi hópurinn algjörlega úti í kuldanum.

Points

Öflugt félagsstarf og sjálfboðastarf ungmenna á aldrinum 15-25 ára er gríðarlega mikilvægt sérhverju þjóðfélagi. Starfið er þroskandi, lærdómsríkt, fjölbreytt og ekki síst skemmtilegt fyrir þátttakendur og mikilvægur hluti af upplýstu, virku og framsæknu lýðræðisþjóðfélagi. Þá veitir það þátttakendum mikilvæga reynslu og brú yfir í annars konar þátttöku í samfélaginu, lýðræðinu, menntun og atvinnulífi.

Núverandi lög skilgreina æskulýð sem einstaklinga 6-25 ára en ákvæði laganna miðast fyrst og fremst við fyrri hópinn, auk þess sem hérumbil allur fjárstuðningur hins opinbera fer til samtaka sem vinna með börnum á meðan félagsstarf ungmenna berst alls staðar í bökkum. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á þessum hópum, mæta þörfum og aðstæðum hvors um sig á viðeigandi hátt og styðja vel við báða hópa, líkt og tíðkast t.a.m. á hinum Norðurlöndunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information