Orkan til þess að framleiða brakandi ferskann mat

Orkan til þess að framleiða brakandi ferskann mat

Seljum orkuna á heildsöluverði til þeirra sem vilja snúa sér að framleiðslu á ávöxtum og grænmeti en þannig getum við sparað mikinn gjaldeyrir minnkað mengun. Jarðvarma má nota til upphitunar og LED nútímalýsingar nota brot af þeirri orku sem þarf til þess að búa til t.d. ál eða kísil. Stofnum þróunarsetur sem þróar lausnir fyrir þá sem vilja stuðla að sjálfbærni landsins og nýtum lausnirnar til þess að hvert og eitt sveitarfélag geti orðið sjálfbært á mat.

Points

Dýrasti þáttur í framleiðslu á mat í gróðurhúsum er orka til þess að hita þau upp og lýsa. Við eigum gríðarlegt magn af orku sem hægt væri að nota til að framleiða allann þann mat sem þyrfti fyrir landsmenn og gesti okkar en í dag er einungis um 10-30% framleitt hér á landi hitt er flutt inn. Við flytjum einnig inn gríðarlegt magn af unninni vöru úr ávöxtum og grænmeti t.d. fluttum við inn 1700tonn af unninni tómatvöru árið 2011. Tækifæri er einni í að fullvinna vöru úr ávöxtum og grænmeti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information