Stofnum gegnumstreymissjóð og blöndu af söfnun sem dugar til að mæta sveiflum í mannfjölda og aldursbreytingu. Gerum sjóðinn sjálfbærann með breytilegum ellilífeyrisaldri sem miðast við meðallífaldur landsmanna á hverjum tíma. Tryggjum sjóðinn með því að lána fé nánast eingöngu til húsnæðiskaupa fyrir yngri kynslóðina á lágum vöxtum eða sambærilegum við það sem best gerist í öðrum löndum. Hugsum til langrar framtíðar og myndum sanngjarna hringrás fyrir yngri sem eldri.
Í sjóðssöfnun felst að það fé sem hver og einn leggur inn í sjóðinn þarf að varðveita fullkomlega og ávaxta þannig að það haldi verðgildi sínu allt til útgreiðslu. Í gegnumstreymiskerfi er þetta ekki vandamál því fé streymir inn og út á verðlagi hvers tíma. Til viðbótar gegnumstreymi þarf þó að vera sjóður til samræmis við mannfjöldaspár en það er mun lægri, áhættuminni og ódýrari sjóður en þeir sem nú eru í gildi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation