Betri þrif

Betri þrif

Ég myndi vilja sjá götur og göngustíga þrifið mikið betur. Garðar og allt umhverfi alls staðar. Ég myndi vilja sjá fólk á launum við að þrífa hverfin. Til dæmis í Fellahverfinu eru glerbrot, sprautunálar, sígarettustubbar og meiri viðbjóður á göngustígum þar sem krakkar ganga á leið í skólann. 6 ára krakkar finnst þetta forvitnilegt og taka þetta þvi upp og skoða það og þá getur margt gerst. Hreinni borg, fallegri borg

Points

Það er svo sorglegt að sjá óhreinindin út um allt. Það er vel hægt að fá fólk í vinnu við að taka eina götu á dag og týna upp allt ruslið sem finnst þar.

Ég tek undir með þér Emilía Birna að mér finnst umhverfi borgarinnr oft ábótavant. Mér þætti þó mun betra ef við myndum ekki þurfa að fá launað vinnuafl til að hreinsa til eftir aðra. Ég hef séð til almennings einfaldlega taka eitt og eitt rusl af götunum og setja í nærliggjandi ruslafötur. Ég held að ef allir gerðu slíkt myndi það smita út frá sér og annarsvegar færu fleiri að gera slíkt hið sama og hinsvegar yrði vitundavakning meðal nágrannanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information