Lögfesta skal notendastýrð persónulega aðstoð (NPA)

Lögfesta skal notendastýrð persónulega aðstoð (NPA)

Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Markmið NPA er að fatlað fólk geti lifað lífi sínu og haft sömu möguleika og ófatlað fólk. Einnig að það hafi hámarks stjórn á því að móta sinn eiginn lífsstíl. Sjá nánar á http://npa.is/index.php/hvad-er-np

Points

Að sjálfsögðu eiga allir sem þurfa, að fá persónulega notendastýrða aðstoð án tafar. Eins með hjálpartæki sem eiga að vera sjálfsagður hlutur fyrir þá sem þurfa. Flokkur Fólksins vill löggilda Samning Sameinuðu Þjóðanna og lögfesta NPA. Flokkur Fólksins vill leiðrétta kjör öryrkja og heldri borgara og setja fasta lámarksframfærslu inn svo Enginn þurfi að lifa með undir 300.000 á mán. Við eigum öll sama rétt. Krefjumst betri kjara og kjósum Flokk Fólksins!

Réttindi þeirra sem þurfa meira aðstoð við daglegt líf. Þjóðfélagið fær þetta allt til baka í formi meira heilbrigðis fatlaðra og ánægju þeirra og aukinnar virkni í þjóðfélaginu. Þau eiga sama rétt og við hin sem eru kölluð heilbrigð. Réttindi sem á ekki að þurfa að berjast fyrir heldur sjálfsögð réttindi.

Það ætti að vera í höndum þeirra sem þurfa á þjónustuna að halda að ákveða hvernig hún skuli háttuð. Þeir þekkja þörfum sínum best.

Notendastýrð persónuleg aðstoð gerir fólki í fyrsta lagi kleyft að lifa mannsæmandi lífi og í öðru lagi að stunda félagsstörf, störf, nám og annað sem það annars hefur jafnvel ekki möguleika á.

Auka þarf bakland þeirra og fjármagn sem veita þessa fallegu þjónustu.

Nýlega lauk úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var fyrir velferðarráðurneytið á verkefni um innleiðingu NPA á Íslandi. Samkvæmt úttektinni er mikil ánægja með NPA hjá notendum, aðstandendum og starfsfólki sveitarfélaga. Einnig hefur komið í ljós að samfélagslegur ábati er hærri en kostnaður Verkefnið hófst árið 2012 og átti að ljúka með lagasetningu 2014, því var svo frestað til 2016. Nú er komin næg reynsla ásamt jákvæðum niðurstöðum og ekki eftir neinu að bíða

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information