Barnalög Íslands eru ónýt og standast hvorki stjórnarskrá, barnasáttmála sameinuðuþjóðana né mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðana. Kerfið brýtur á réttindum barna, hvetur til deilna í stað þess að leysa og börn þurfa að búa við úrræðaleysi kerfis vegna gallaðra laga. Þessu þarf að breyta og þessu er hægt að breyta. Við þurfum ný lög sem byggja grundvöll sinn á réttindum barna, en ekki foreldra.
Með því að jafna réttarstöðu foreldra og setja fókus á réttindi barnsins, má draga úr hættum á deilum, og auka um leið líkur á farsælli framtíð barns með skjótari og hakvæmari hætti en er í dag.
Við skilnað foreldra, býr kerfið til óþarfa deilur, lögin senda ólík skilaboð til foreldra um ábyrgð og skyldur, börnin lenda í milli deilna foreldra án þess að eiga sér réttargæslumann, og göt milli ólíkra kerfa og skortur á faglegri nálgun í vinnslu mála varðandi fjölskyldur og deilur geta dregið málsmeðferð og niðurstöðu í allt að mörg ár ef svo er að skipta. Börn og réttur þeirra, og þeirra bestu hagsmunir og forsendur eru ekki grunnforsenda fyrir ákvörðun "kerfis" .
Með því að taka fókus frá ólíkum skilgreiningum á hlutverki foreldra og heimila, og setja fókus á réttindi, velferð og hagsmuni barnsins, er hægt að taka mun betri og auðveldari ákvarðanir um bestu forsendur barns hverju sinni á styttri tíma og án allra deilna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation