Fólk ætti að fá launað frí við andlát náins aðstandanda

Fólk ætti að fá launað frí við andlát náins aðstandanda

Það kemur fyrir alla einhverntíman á lífsleiðinni að náinn aðstandandi fellur frá og það verður undantekningarlaust mikið umstang í lífi þeirra sem standa hinum látnu næst.

Points

Alveg eins og við verðum öll veik, þá munum við langflest, ef ekki öll einhverntíman missa náinn ástvin og þá á maður ekki að þurfa að velta sér fyrir því hvort að allir þessir dagar sem maður er frá vegna útfarar og dánarbús verði greiddir að fullu eða ekki. Og það er hreinlega fáránlegt að það velti bara á "góðmennsku" hvers vinnuveitanda fyrir sig hvort hann veiti starfsmönnum sínum þessa mjög góðfúslegu umbun eða ekki.

Mér var sagt af VR að margir vinnuveitendur koma til móts við starfsmenn sína þegar svona bjátar á en þeim ber engin skylda til þess. En ég geri mér grein fyrir því að þetta er klausa í réttarkerfinu og auðvitað ættu það að vera mannréttindi að sá sem missir ástvin fái tíma og tækifæri til að ganga frá öllum málum án þess að hafa áhyggjur af næstu mánaðarmótum. Og þurfa þá ekki að "ljúga" eða senda álíka asnalegt læknisvottorð sem lýsir því að maður sé óvinnufær með öllu vegna "sjúkdóms".

Maður er óvinnufær með öllu í allavegana viku eftir að náinn aðstandandi fellur frá og allt umstangið í kringum það er hér um bil 100% vinna burtséð frá sálarþyngslunum. Pabbi minn var í stéttarfélagi sem var ekki með nein svona ákvæði en þetta er mjög misjafnt eftir stéttarfélögum, en út af þessu fengum við engan útfararstyrk. Stéttarfélög sem greiða dánarbætur yfir höfuð greiða bara aðstandendum hins látna en ekki félögum sem eru nánir aðstandendur látins manns.

Hver á að borga fyrir það?

Það kemur fyrir alla einhverntíman á lífsleiðinni að náinn aðstandandi fellur frá og það verður undantekningarlaust mikið umstang í lífi þeirra sem standa hinum látnu næst. Likt og folk fær launað veikindafrí gegn framvísun vottorðs fra lækni ætti folk að fa launað leyfi vegna fráfalls náins aðstandanda með vottorð frá sýslumanni. Þetta ætti amk að vera ein vika (i allra minnsta lagi) og jafnvel tvær.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information