Betri spítali á betri stað

Betri spítali á betri stað

Byggjum nýjan Landspítala frá grunni á besta mögulega stað.

Points

Það er hagkvæmara, við fáum betra sjúkrahús og betur staðsett, betri vinnustað og það verður væntanlega fljótlegra en að byggja við Hringbraut.

Landspítalinn verður á Hringbraut næstu áratugina og þótt þar séu mörg hús í ólagi eru líka mörg hús þar sem eru í lagi. Til að þau nýtist sem skyldi þarf hins vegar að bæta við þau nýbyggingum og rífa nokkur hús og byggja önnur í staðinn. Og þörfin er svo brýn að verkið þolir ekki tafir. Hins vegar ætti líka -- samhliða, ekki í staðinn -- að fara að huga að næsta stórsjúkrahúsi og hvar það eigi að rísa.

Það er, því miður, of seint. Ef ráðast á í hönnun á nýjum spítala þá frestast framkvæmdir um amk 5 ár. Getum við beðið svo lengi? Annars þá er ég alveg sammála, það er algjört rugl að vera að reisa lágreista spítalabyggingu með mörgum kílómetrum af göngum og grf. að starfsmenn ferðist á milli á hlaupahjólum

Mikið frekar að efla starfsemi á öðrum stöðum! það eru nokkrir spítalar um landið sem hafa þurft að líða endalausan niðurskurð og standa þá tæki og tól ónotuð í góðu húsnæði, álagið á spítulunum í Reykjavík myndi minnka ef betur væri hugað að starfseminni á öðrum stöðum.

New hospital is not going to give any effect. it is not the walls that do the job. People working there are the ones. Looking at this problem from economical perspective it is really simple. Put aprice tag on the old one, ad on it 10 percent of ammount from the budget. Can you build a new hospital? You got the answer.

Það er þegar búið að eiða allt of mörgum miljörðum í nokkur vina fyrirtæki eins og teiknistofur, ráðgjafa, nefndir, pólítíkusa-vini og ekkert gert nema láta skattgreiðendur borga og borga svo meira. Það er löngu tímabært að taka þetta úr höndum pólutíkusana og afhenda allan þennan pening beint til spítalans og láta spítalann sjá um hvar og hvernig þeir vilja byggja. Þá geta þeir t.d. keypt tilbúnar teikningar, og byggt þar sem þeim henntar. Fengið fast tilboð sem verður að standast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information