Endurgjaldslaust réttarkerfi

Endurgjaldslaust réttarkerfi

Fólk ætti að geta fengið úrlausn sinna mála án endurgjalds, meðal annars fyrir dómstólum.

Points

Þegar kostnaður fer fljótt að hlaupa á milljónum, gefur auga leið að aðgengi fólks að réttlætinu er misskipt. Réttlæti, sem sumir hafa efni á en aðrir ekki, er ekki réttlæti.

Tek undir en þarf að útfæra / setja skorðir. Hlutir sem eru algjörlega ókeypis verða oft of-notaðir. Það mætti hugsa sér að einhver nefnd virkilega jafninga úthluti styrki til málsóknar. Nú þegar eru til ymis konar pro-bóno útfærslur, en það þarf að styrkja þá allverulega. Kannski mætti í staðinn eða til viðbótar hugsa sér einhver kvóti á ári sem allir eiga rétt á. Gæti samt virkað of hvetjandi til málsókna. Annar handleggur ef málið snýst um að verja sig gegn storfyrirtækjum eða yfirvöldum.

Aðgengi að dómstólum telst til mannréttinda samkvæmt 70. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Vegna þess mikla kostnaðar og áhættu sem fylgir því að reka mál fyrir dómstólum er þessi réttur ekki virkur fyrir því hópa samfélagsins sem þurfa jafnvel mest á honum að halda. Það kann enn fremur að stangast á við 65. gr. stjórnarskrár sem bannar hverskyns mismunun, þar á meðal eftir efnahag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information