Ég er mjög fylgjandi því að Göngugatan (Hafnarstræti frá Kaupvangsstræti að Brekkigötu og Skipagötu) verði opin fyrir gangandi fólki og hjólandi og auðvitað fyrir hreyfihamlaða á bíl en að öðru leiti lokuð fyrir bílaumferð sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Þetta mun leiða til meira öryggis fyrir börn og fullorðna og betra mannlífs, þannig að fólk getur setið úti og notið góða veðursins á fjölmörgum kaffihúsum í Göngugötunni án þess að hafa áhyggjur að akandi bílum.
Göngugatan verður öruggari staður fyrir börn og fullorðna, það dregur úr mengun og skapar betra mannlíf að losna við bílaumferð. Það eru fjölmörg veitingahús í Göngugötunni og gott að sitja úti og það er enn betra ef engir bílar eru að aka um götuna. Fólk flykkist í miðbæinn á sumrin og Göngugatan mun verða enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn og íbúa ef hún er án bíla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation