Lög um samkeppni og samkeppniseftirlit

Lög um samkeppni og samkeppniseftirlit

Ertu sammála því að gera stjórnendur ábyrga gagnvart samkeppnislögum ?

Points

Nýlegt (raunar endalaus) dæmi um brot MS á samkeppnislögum, olíukongamálið og fl. sýna að lög um samkeppni eru gagnslítil, sektum er dælt út í verðlagið. Fyrirtæki brjóta ekki lög, það gera stjórnir og stjórnendur og/eða eigendur í gegnum þá. Góð leið til þess að sporna við brotum er að sekta þá sem raunverulega brutu lögin.

Ekki aðeins geta stjórnendur fyrirtækja nú þegar þurft að sæta ábyrgð gagnvart samkeppnislögum, heldur á það við um alla starfsmenn fyrirtækja sem gerast sekir um brot gegn þeim lögum (sjá t.d. 41.-42. gr. samkeppnislaga). Þannig eru það ekki lögin sem eru gölluð, heldur er framkvæmd þeirra ábótavant. Þetta eiga reyndar flest íslensk lög sameiginlegt, þar á meðal stjórnarskráin, að það er ekkert að lögunum sjálfum heldur stafa vandamálin af því þegar þeim er ekki framfylgt eða farið eftir þeim.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information