Hjólastígur kringum Akranes og Akrafjall: samstarfsverkefni

Hjólastígur kringum Akranes og Akrafjall: samstarfsverkefni

Ein hugmynd sem komið hefur fram eru hjóla/göngustígar hringinn í kringum Akranes. Hér á svæðinu er mikið af sterku hjóla- og hlaupafólki og mikið af áhugafólki líka. Það væri því draumur ef hægt væri að taka þessa frábæru hugmynd skrefinu lengra þannig að sveitafélögin tvö myndu taka höndum saman og leggja stíg meðfram þjóðveginum í kringum Akrafjallið.

Points

Hjólastígur kringum Akrafjall myndi skapa ákveðna sérstöðu fyrir bæinn. Stígurinn yrði kærkomin viðbót möguleika til hreyfingar og útivistar á Akranesi og auka áhuga hjá mörgum á þvi að hjóla sér til heilsubótar. Hann myndi einnig tvímælalaust laða hingað fólk í meira mæli. Síðast en ekki síst myndi stígurinn stuðla að auknu öryggi hjólreiðafólks sem oftast þurfa að nýta sér þjóðvegi landsins til æfinga með tilheyrandi áhættum.

Þetta yrði frábær leið til að njóta útivistar.

Frábær hugmynd að geta hjólað, gengið eða hlaupið í þessu fallega umhverfi án þess að vera í hættu af umferðinni. Hringurinn í kringum fjallið að viðbættum bæjarhring eru um 42 km sem gefur möguleika á að skipuleggja stóra maraþon viðburði og fleira í öruggu umhverfi (líkt og Reykjavíkurmaraþon). Mögulega væri hægt að fá stóriðjurnar á Grundartanga til að styðja þetta verkefni, þar sem svona stígur myndi auka öryggi starfsmanna þeirra sem kjósa að hjóla til vinnu til mikilla muna.

Frábær hvatning til útivistar hvort sem fólk kýs að hjóla eða ganga

Mæli með! Væri svo hægt að hafa árlega keppni á leiðinni?

Frábær viðbót við útvistina. Að fá öruggan stíg í kringum Akrafjall og Akranes eykur öryggið og ánægjuna af útivist í nágrenni Akranes.

Væri frábært að fá þennan stíg svo maður væri öruggur þegar maður hjólar/hleypur þessa leið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information