Ný eða stærri líkamsræktarstöð á Akranesi

Ný eða stærri líkamsræktarstöð á Akranesi

Á hverjum degi eru fleiri í ræktinni en hún rúmar

Points

Það vantar stað þar sem er hægt að fara í hóptíma og stunda rækt eins og Rebook, World Class og þannig lagað, það myndi hvetja fólk meira að stunda rækt og ekki þurfa að keyra í bæinn til þess

Það er í raun fásinna í bæjarfélagi sem telur 9000 manns að hér sé ekki 500-1500fm líkamsræktarsalur með alvöru tækjum. Að þurfa að keyra suður til að sækja eins einfaldan hlut og líkamsrækt er mjög óheillandi. Hér er alltaf talað um að versla í heimabyggð. Hvernig væri þá að hafa heimsbyggðina í lagi?

Alveg sammála þessu mætti einnig bjóða upp á hóptíma með þvi búum við líka til meiri atvinnutækifæri, einnig mætti vera barnapössun fyrir foreldra eins og er á mörgum öðrum stöðum þar sem það gefur foreldrum meira tækifæri til að huga að heilsu sinni. En t.d þegar við bjuggum í bænum fórum við stundum í ræktina eftir vinnu og tókum stelpuna okkar með og fórum í sund saman með henni. Hún talar en um það í dag sem eitthvað sem hún saknar :)

Ný og betri líkamsræktarstöð er aðlaðandi fyrir nýja íbúa í bæjarfélagið og væru þeir líklegri til að velja akranes fram yfir t.d. selfoss ef hugað væri að svona hlutum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information