Ævintýraleikvöllur á Merkurtún

Ævintýraleikvöllur á Merkurtún

Ævintýraleikvöllur sem hentar breiðum hópi barna. Ungbarnasvæði og leikvöllur fyrir 5-10 ára. Hugmyndin snýr að því að sett verði krefjandi klifursvæði, vatns- og sullusvæði, rennibraut, leikkofi, ungbarnarólur og niðurgrafin trampolín. Bekki og svæði fyrir foreldra og aðra sem vilja. Hugmyndin er í anda Rútstúns í Kópavogi.

Points

Fagna ég að það eigi að fara byggja eitthvað upp á Merkutúni. Finnst þessi tæki lita vel út, en efast um að þau séu skemmtileg. (er klifurgrindin í brekkó mikið notuð ?) ég myndi vilja hafa ungbarnasvæði, gervigrasvöll og körfuboltakörfu. Þetta er vinsælast að gera í frímó í grunnskólunum og ekki má gleyma kastalanum sem er mjög vinsæll í eltingaleiki og fleirra. Ég hefði viljað fá minni útgáfuna af sjóræningjaskipinu frá húsdýragarðinum. Hugsið um e-h viðhaldslitið.

Þetta er góð hugmynd. Bara ekkert svakalegt

Ég væri til i að sjá þarna vandaðann hjólabretta ramp innan um önnur leiktæki.

Í ljósi sögunnar finnst mér mikilvægt að fótboltavöllur verði alltaf hluti af skipulaginu á Merkurtúni, en gott að hafa fjölbreytta afþreyingu þar

Leiktækin á merkutúni eru orðin ansi slöpp, væri gaman að hafa flottan og skemmtilegan leikvöll á Merkutúni.

Það væri frábært að sameina þessa hugmynd við hugmyndina um aðgengilegt leiksvæði fyrir alla: Aðgengilegur ævintýraleikvöllur á Merkurtúni!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information