áfram gæfist fólki kostur á að tjalda miðsvæðis á Akureyri
https://www.akureyri.net/is/moya/news/tjaldsvaedin-nanast-full-i-fimm-vikur Fyrir utan að það ferðast nánast enginn í tjaldi lengur nema örfáir puttalingar, og við eigum ekki að láta þá stjórna uppbyggingu í bænum okkar. Þessi reitur er alltof lítill til að borga sig sem hjólhýsasvæði, bara pláss fyrir sárafá hjólhýsi. Að fara í uppbyggingu á salernum og öðrum innviðum til að fara í samkeppni við sjálfan sig er galin hugmynd.
Fólk sem hefur efni á að ferðast um landið með 5+ milljón kr. fellihýsi hefur efni á að borga 2.500 kr fyrir leigubíl upp á Hamra. Hamrar eru svipað langt frá miðbæ Akureyrar og tjaldsvæðið í Laugardal er frá miðbæ Rvk. Sárafáir skattgreiðendur Akureyrar eiga ekki að reka tvö tjaldsvæði með tilheyrandi starfsmannafjölda, salernum og innviðum á báðum stöðum. Til samanburðar eru tvö tjaldsvæði samtals í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi.
Þetta er ekki sett fram til að vera á móti öllum breytingum heldur til að minna á að margt fólk kemur til Akureyrar til að njóta menningar og matar, þó svo að það kjósi tjald/fellihýsi. Tjaldsvæðið að Hömrum er frábært en krefst þess að fólk sé á bíl. Viljum við ekki hafa svolítið tún miðsvæðis, þetta eða annað, fyrir tjaldtúrisma? Það mætti beina hjólhýsunum í Hamra. Gæti verið að hluta opinn garður með leiktækjum fyrir eldri krakka (sem vantar mjög í bæinn) og t.d. nytjagróðri / berjarunnum
Akureyri á fyrst og fremst fyrir að vera fyrir Akureyringa, ekki utanbæjarfólk sem kemur á 8 milljón króna hjólhýsi í 4 daga á ári. Stórkostleg sóun að láta flottasta þróunarreit bæjarins standa ónotaðan 8 mánuði á ári.
Hamarkotstún (folf-völlur, fótboltavöllur og leiktæki) er hinu megin við götuna og Listigarðurinn (útilíkamsrækt og körfuboltakörfur) hinu megin við hina götuna, íbúar og börn svæðisins hafa góðan aðgang að grænum svæðum.
Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.
Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation