Garður og aftur garður

Garður og aftur garður

Þarna ætti að vera GARÐUR. Hann getur verið allskonar bara að það sé garður ekki byggingar nema þá Heilsugæslustöðin ef það finnst ekki betri staður fyrir hana. Annað á að vera GARÐUR. Mætti líka áfram vera tjaldstæði en ef það fer í taugarnar á nærliggjandi íbúum þá má sleppa því. Þetta var reyndar alveg fullkomið tjaldstæði amk fyrir gestina. Stutt fyrir gangandi/hjólandi útlendinga í búðir, sund og annað sem er ekki hægt að segja um Hamra (en Hamrar eru samt líka fullkomið tjaldsvæði :)

Points

Þétting byggðar er ofmetin. Við erum ekki gerð til að lifa eins og kjúklingar í búri (kjúklingur reyndar ekki heldur). Við þurfum meira andrými og meiri náttúru og hún á ekki bara að vera einhversstaðar annarsstaðar en þar sem við búum. Þó samanburðurinn sé kannski ekki alveg réttur þá spyr ég hver vill búa í miðri stórborg alla ævi þar sem steinsteypa og malbik er það eina sem viðkomandi sér daginn út og inn. Með því að bæta þarna við húsum þá hverfur eitt af fáum grænu svæðum á brekkunni.

Fallegur garður með litlu hundasvæði og leiksvæði fyrir börn. Alltof fáir slíkir staðir eftir því margir þeirra eru orðnir fyrir frisbígolf.

eg er svo hjartanlega sammála þessu. Anonymous User Þétting byggðar er ofmetin. Við erum ekki gerð til að lifa eins og kjúklingar í búri (kjúklingur reyndar ekki heldur). Við þurfum meira andrými

Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.

Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information