Stytta af Rannveigu Filippusdóttur

Stytta af Rannveigu Filippusdóttur

5. bekkur Öldutúnsskóla óskar eftir styttu af Rannveigu Filippusdóttur í Hellisgerði, við hlið styttunnar af Bjarna Sívertsyni. Bjarni er titlaður faðir Hafnarfjarðar en Rannveig kona hans var móðir Hafnarfjarðar og á rétt á að vera heiðruð sem slík. Rannveig kenndi Bjarna lestur, skrift, reikning og annað sem hann þurfti að læra en hann var nánast ómenntaður þegar þau kynnast. Hann tók við stóru búi hennar þar sem nægur peningur var til. Hlutverki Rannveigar í sögu Hafnarfjarðar á að minnast.

Points

Kvenskörungur hún Rannveig Filippusdóttir.

😀

5. bekkur Öldutúnsskóla óskar eftir styttu af Rannveigu Filippusdóttur í Hellisgerði, við hlið styttunnar af Bjarna Sívertsyni. Bjarni er titlaður faðir Hafnarfjarðar en Rannveig kona hans var móðir Hafnarfjarðar og á rétt á að vera heiðruð sem slík. Rannveig kenndi Bjarna lestur, skrift, reikning og annað sem hann þurfti að læra en hann var nánast ómenntaður þegar þau kynnast. Hann tók við stóru búi hennar þar sem nægur peningur var til. Hlutverki Rannveigar í sögu Hafnarfjarðar á að minnast.

Frábær ábending og rökrétt. Styð heilshugar þessa tillögu 5. bekkjar. Þessi gjörningur er mikilvægur til að varpa ljósi á og auka athygli á þátt Rannveigar í sögu Hafnarfjarðar og er um leið þáttur í að gera þátt kvenna og áhrif þeirra á sögu og samfélag sýnilegri.

Frábær tillaga.

Stórkostlegt að börnin okkar skuli veita þessu athygli. Þetta er auðvitað ekkert nema sjálfsagt

Ég vona að þeir geta láti drauminn rætast

Þetta er frábært framtak hjá krökkunum og ég styð þau heilshugar í þessu máli.

Vel athugað hjá krökkunum og frábært og mikilvægt framtak! Sannarlega löngu kominn tími til að meta og virða mikilvægt framlag Rannveigar til sögu bæjarins og samfélagsins.

Þetta er alveg hreint frábær tillaga! Og í tíma töluð í þágu jafnréttismála á Íslandi og sýnilegra kvenfyrirmynda. Þvílík ofurkona hún Rannveig. Takk fyrir krakkar í 5. bekk að koma með þessa frábæru tillögu!

Er það ekki rétt munað hjá mér að Bjarni var núll og nix áður en hann kynntist Rannveigu. Það var hún sem gerði hann að þeim manni sem hann varð. Löngu orðið tímabært að fá styttu af FRÚ Rannveigu. Vel gert hjá ykkur, þetta eru framtíðarbörn

Ég styð heilshugar þessa flottu og vel ígrunduðu hugmynd 5. bekkjar í Öldutúnsskóla.

Frábært hjá þeim og mjög eðlileg krafa. Það vantar að hampa kvenfólki fortíðarinnar sem voru engu síðri en karlar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information