Er ekki óþarfi að troða heilsugæslustöð inn á þennan reit? Er ekki mun betra að hafa hana á lóð austan Þórunnarstrætis norðan við veginn sem liggur norðan við Sæluhúsin og að SAk ? Gott svæði með mjög góðu aðgengi
Sjá hugmynd
Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.
Besta hugmynd sem komið hefur, svæði með góðu aðgengi og flæðir ekki um íbúagötur likt og gerist þarna við Tjaldstæðareitinn.
Mjög góð hugmynd. Það verður alltaf mikil umferð í kringum heilsugæslu sem ætti að forðast í miðri íbúðabyggð. Umferðin er orðin nú þegar of mikil um Þingvallastrætið, vegur sem annar ekki þessum umferðaþunga.
Smá vidbót. Med þessari stadsetningu er einfalt ad hafa einhvern fjölda af bilastædum innanhúss þ.e. í kjallara med audveldri innkeyrslu ad austan Kvedja Ingvar
Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation