Að hluti græns útivistarsvæðis verði afgirt og leyft að vera með smá hunda lausa á svæðinu. Og þannig úr garði gert að það sé aðlaðandi fyrir sem flesta að tilla sér þar niður. Sem sagt svæði fyrir alla þar sem minni hundar eru líka leyfðir
Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.
Hverfið þarf að styðja við gæludýra eigendur og að það sé hægt að eiga hunda án þess að þurfa bíl. Margir eldri hundaeigendur eiga litla hunda og geta ekki gengið langar vegalengdir.
Vantar nauðsynlega varanlegt hundasvæði þar sem háskólasvæðið er að fara, en finnst að það þurfi að leifa alla hunda, Ef það er nógu stórt þá er engin vandi að jafnvel skifta svæðinu almennilega þannig að hægt sé að hafa 2 svæði en annas opin ef vilji er fyrir.
Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation