Valkostur 2: þrjár tunnur og ílát undir matarleifar

Valkostur 2: þrjár tunnur og ílát undir matarleifar

Þrjár tunnur við hvert heimili í þéttbýli undir pappír og pappa, plast og blandaðan úrgang. Ílát í tunnu undir blandaðan úrgang undir matarleifar. Þrjár tunnur við hvert heimili í þéttbýli. Tunna undir: pappír og pappa (240 lítra), plastumbúðir (240 lítra), blandaðan úrgang (140 lítra) og ílát undir matarleifar (35 lítra). Hægt að skipta tunnu undir blandaðan úrgang út fyrir stærri (240 lítra) gegn hærra gjaldi.

Points

Svolítið lítið fyrir lífrænt. Ef flokkað er vel þá er minnst af almennu sorpi hjá okkur.

Þegar fjölgað var í þrjár tunnur fannst fólki það of plássfrekt, væri sennilega ekki mikil ánægja með að fá fjórðu tunnuna. Mætti samt skipta tunnunni til helminga fyrir almennt og lífrænt.

Tekur minna pláss á lóðinni.

Færri tunnur

hentugt alveg nóg af tunnum

flestar tunnugeymslur gerðar fyrir þrjár tunnur, Alltaf minnst af almennu sorpi hjá okkur, meira af lífræna. Spurning hvort litla ætti að vera fyrir almennt sorp?

erum tvö i heimili

Vil 3 litlar

Of lítil tunna fyrir lífrænt. Ef tunnan væri tvískipt væri þessi kostur betri

Alltof lítið pláss fyrir lífrænt

Lífrænn úrgangur tekur það mikið pláss að svona hólf dugar sjaldnast undir hann, jafnvel ekki á litlum heimilum

Man þegar það var dallur undir matarúrgang og hann fylltist fljótt. Því þyrfti nú að henda úr honum oftar eða hafa hann stærri en seinast.

Tekur minna pláss á lóðinni

Færri tunnur. Bjóða upp á sameiginlegan losunarstað fyrir umfram úrgang (lífrænan) Veitingahús þyrftu stærri losun fyrir lífrænan úrgang. Setja upp prennsluofn fyrir pappa og timbur og nota til hitunar, á staðnum. Hætta að flytja úrgang af svæðinu.

Ef lífrænt er tæmt vikulega þá er þetta málið, því annars á sumrin verður þetta ein lirfu hrúga

lítil not fyrir lífræna.

Þarf ekki stóra fyrir lífrænt.

Færri tunnur við hús. Ætti kannski ekki við veitingahús. Bjóða upp á losun á sameiginlegum stað fyrir lífrænan úrgang.

Þetta er hentugasta leiðin með tilliti til þess að margir eru með ruslatunnuskýli undir 3 tunnur en ekki 4. Aftur á móti væri bráðsniðugt að bjóða upp á stað, gámaportið eða annarstaðar þar sem fólk gæti tæmt lífrænu boxin sín er þau væru orðin full og ekki á plani að tæma fljótlega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information