Valkostur 1: Fjórar tunnur við hvert heimili í þéttbýli

Valkostur 1: Fjórar tunnur við hvert heimili í þéttbýli

Fjórar tunnur við hvert heimili undir pappír og pappa (240 lítra), plastumbúðir (240 lítra), matarleifar (140 lítra) og blandaðan úrgang (140/240 lítra). Fjórar tunnur við hvert heimili. Tunna undir: pappír og pappa (240 lítra), plastumbúðir (240 lítra), matarleifar (140 lítra) og blandaðan úrgang (140 lítra). Hægt að skipta tunnu undir blandaðan úrgang út fyrir stærri (240 lítra) gegn hærra gjaldi.

Points

Það er alltof mikið af tunnum við erum litið bæjafélag og margir í höfuðborginni og þar í kring eru en bars með 2 og það er pappi og almennt rusl:

Ég kýs að hafa sér tunnu fyrir matarleifar/lífrænan úrgang því ég vill ekki hafa þetta efst í annari tunnu.

Alls ekki næg framtíðarsýn hjá sveitarfélaginu. Mín upplifun er að stutt sé frá því að bætt var við tunnu og margir búnir að gera ráðstafanir utandyra.

Ég vil geta flokkað samviskusamlega, mér finnst það mikilvægt. 140 l tunna fyrir blandaðan úrgang dugir okkar heimili

Þrjár tunnur og hólf fyrir lífrænan úrgang hentaði illa þegar það var reynt fyrir nokkrum árum. Litla hólfið alltaf yfirfullt og stór hluti fór í almenna sorpið, í mínu tilfelli fór ég ekki með umfram magn í sorpu. Annaðhvort á að gera þetta almennilega eða sleppa því.

Mun meira pláss fyrir rusl

Mér finnst mikilvægt að geta flokkað sem best og það sé einfalt að flokka. Tunna fyrir almennt sorp má vera minni að mínu mati.

Mér finnst þetta besta leiðin þar sem það er tunna fyrir hvern flokk af rusli og verða íbúar vonandi duglegri við flokkun.

Pláss fyrir það rusl sem fellur til ásamt þvíað flokkunin er betri

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information