Kópavogsbæ sárvantar fallegan fjölskyldugarð eins og víða finnast í borgum þar sem fólk safnast saman á góðviðrisdögum. Garð með leiktækjum, bekkjum, stásstrjám, runnum og blómstrandi blómum. Flötin hjá Gerðarsafni og bókasafninu væri tilvalinn staður, það yrði skemmtileg viðbót eftir heimsókn á söfnin og kaffihúsið að geta setið í grasinu, á bekkjum, innan um fallegan gróður og börnin leika sér, leiktæki sambærileg og eru í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.
Garðurinn myndi draga að sér mannlíf og mynda skemmtilegan bæjarbrag
Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation