Lúpína er falleg planta en á ekki heima alls staðar. Víða í Kópavogi hefur Lúpínan vaxið yfir lággróður og eytt honum. Ég legg til að Kópavogsdalur og Fossvogsdalur verði lúpínulaus svæði.
Væri ekki hægt að skrásetja dreifingu lúpínu í Kópavogsdalnum og Fossvogsdalnum og hafa eftirlit með því að lúpína vaxi ekki yfir þann lággróður sem þar finnst. Lúpína vex inn í grasi gróin svæði og eyðir öllu sem hún fer yfir. Aðeins tré og runnar sem eru hærri en hún lifa af.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation