Kaffihús með góðri fuglaskoðunnaraðstöðu yfir Kópavogsleiru

Kaffihús með góðri fuglaskoðunnaraðstöðu yfir Kópavogsleiru

Á Íslandi hefur til þessa lítið farið fyrir ferðamennsku tengdri fuglaskoðun og lítið verið gert til þess að útbúa vistvæn aðsetur þar sem fólk getur í góðu yfirlæti notið þess að fylgjast með fuglalífi. Á svæðinu fyrir ofan Smárann mætti byggja huggulega aðstöðu, kaffihús og fræðasetur, þar sem lagt er upp með útsýnið yfir Kópavogsleiruna og góðri aðstöðu til fuglaskoðunnar. Tenging er við stofnbraut og eru því samgöngur auðveldar inn og út af svæðinu bæði fyrir fólk á eigin vegum og í hópum.

Points

Hér getur Kópavogsbær farið fram með frumkvæði í fuglaskoðun sem yrði hvatning fyrir einstaklinga og bæjarfélög víða um land. Verndun svæðisins – Með því að hafa móttöku gesta í húsi svona fjarri leirunni verður lítill ágangur ferðamanna á svæðið og engin farartæki koma nálægt henni. Boðið yrði upp á skipulagðar gönguferðir frá kaffihúsinu niður að fjörunni þar sem fólk getur dvalið um stund og tekið myndir. Það er hægt að ganga þessa leið í dag en útbúa þyrfti örugga gönguleið að hluta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information