Göngu- og hjólreiðastígur meðfram Reykjanesbraut

Göngu- og hjólreiðastígur meðfram Reykjanesbraut

Hjólreiða- og göngustígur sem lagður var milli Mjóddar og Lindahverfis er mikið notaður, en stígurinn endar við Lindir í Kópavogi án frekari tenginga. Lagt er til að sett verði göngu- og hjólreiðabrú meðfram Reykjanesbraut sem tengja stíginn við hlið Linda við Glaðheimasvæðið og nýja stíga við Arnarnesveg sem nú er í framkvæmd.

Points

Myndi einfalda ferðir til Garðabæjar og Hafnafjarðar mikið.

Nýr stígur liggur meðfram Reykjanesbraut

Það sárlega vantar hjóla- og göngu- leið á milli bæjarfélaganna þarna.

Flestir hjólreiðamenn á þessari leið þræða í gegnum bílastæði hjá Smáratorgi og Smáralind með tilheyrandi slysahættu. Þetta má vel greina á Strava Heatmap sem sýnir hversu algengr er að hjólreiðamenn þræði í gegnum þessi bílastæði.

Hjólaði þarna einmitt í fyrsta skiptið fyrir stuttu til að finna góða leið í vinnu mína frá Bústaðarhverfinu til Kauptúns. Þessi kafli var sá eini sem slær mann út af laginu og sár vantar tenginguna þarna á milli.

Svæðið þarna er sorglega leiðinlegt fyrir þá sem ekki eru sitjandi í bíl. Þetta mundi stórbæta svæðið.

Ég hjóla þessa leið daglega og slysahættan frá Lindum í gegnum Smáralindarplanið er gríðarlega mikil. Að bæta þetta myndi bæta hjólamenningu og samvist bíla og hjólara til muna. Frábær hugmynd!

Þarna vantar greiða leið milli sveitarfélaga. Kosturinn er líka að þarna er tiltölulega lítil hæðarbreyting. Núverandi kostur hefur í för með sér slysahættu og er ógreiðfær.

Það er ekki hægt að setja rök á móti betri, vistvænni og fjölbreyttari samgöngum möguleiku

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information