Færa Frisbívöll austar í Fossvogsdal - hafa hann Rvíkurmegin

Færa Frisbívöll austar í Fossvogsdal - hafa hann Rvíkurmegin

Með íbúakosn. í Rvík fyrir tveimur árum var ákveðið (án aðkomu og/eða kynningu fyrir íbúana Kópavogsmegin) að setja niður Frisbívöll í Fossvogsdal. Völlurinn er að 5/9 niður Kópavogsmegin á fallegasta og besta útivistarsvæðinu í dalnum (sá hluti dalsins sem er skrúðgarður og hefur hingað til verið nýttir til fjölbreytrar útivistar). Völlurinn kemur á margan hátt í veg fyrir aðra almenna notkun og á að mínu mati heima austar í dalnum þar sem óræktin er meiri og útivist og nýting ekki eins almenn.

Points

Það er út í hött að halda því fram að þetta valdi einhverju "ónæði" á útivistarsvæðinu. Þarna er fólk saman komið á þessu frábæra útivistarsvæði og bera flestir virðingu fyrir náunganum. Ég get ekki með nokkru móti séð að það að hafa frisbígólfvöllinn þarna hafi einhver áhrif á aðra sem njóta útvistar á þessu svæði.

Staðsetning vallarins í hjarta útivistarsvæðisins neðst í dalnum veldur ónæði fyrir aðra almenna útivist. "Brautinar" liggja þvert yfir göngu- og hjólreiðastíga, samhliða leiksvæðum barna og annarra sem njóta útivistar í dalnum. Ákvörðun um völlin var tekin af Reykjavík, en völlurinn er að meginstofni Kópavogsmegin. Austan við völlin (einkum Rvíkurmegin) er mikið ónýtt svæði hvar völlurinn gæti verið án skerðingar á notagildi þess svæðis. Auk þess fylgir vellinum slæm umgengni.

þetta er algjör vitleysa, ég hef átt heima á þessu svæði í 19 ár og hefur þetta svæði alltaf verið mjög lítið notað og folf völlurinn er einfaldlega frábær nýting á áður vannýttu svæði

Það er ágætt að benda á að þetta svæði var ekki mikið nýtt til útivistar á annan veg en að ganga eða hjóla þarna í gegn. Þar sem brautirnar voru settar eru/voru engir bekkir, borð eða staðir til að stoppa og passað var upp á að leikvöllurinn væri ekki í kastlínunni. Allsstaðar sjá folfarar vel gangandi eða hjólandi umferð. Þessi völlur hefur algjörlega slegið í gegn og nú er þetta útivistarsvæði miklu meira notað og það allt árið um kring. Ég held að óhætt sé að líta á það sem jákvæða þróun.

Þegar völlurinn var samþykktur í verkefninu Betri hverfi í Reykjavík kom upp sú hugmynd að setja völlinn að hluta til Kópavogsmegin og nýta betur þetta skemmtilega svæði. Sú hugmynd var kynnt Garðyrkjustjóra Kópavogs, Umhverfis- og samgöngunefnd sem og bæjarráði Kópavogs og samþykkt af öllum aðilum. Það er því alrangt að Reykjavík hafi ákveðið þetta einhliða. Þetta hefur verið frábærlega vel heppnað verkefni.sem fært hefur mikið og jákvætt líf í dalinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information