Útivistasvæði fyrir alla aldurshópa

Útivistasvæði fyrir alla aldurshópa

Á ýmsum opnum svæðum í Kópavogi vantar sárlega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna s.s.leiktæki, nestisaðstöðu og jafnvel hugguleg kaffihús með góðri útiaðstöðu á grónu svæði. Vil ég sérstaklega benda á vel heppnuð leiksvæði s.s. við gamla Gufunesbæinn, í Kjarnaskógi fyrir norðan, Bjössaróló/Settutangi í Borgarnesi, leiksvæði húsdýragarðsins og leikvöllurinn í Súðavík, ekki endilega flókin svæði en vel heppnuð og spennandi fyrir alla fjölskylduna þar sem allirhafa ánægju á að staldra við.

Points

Ætti ekki að þurfa að vera mjög dýrt í framkvæmd en mundi þjóna allri fjölskyldunni, ég fann fyrir því þegar ég flutti í Kópavoginn með lítil börn að það vantaði alveg svæði þar sem ég gat sleppt börnunum lausum á góðu og fjölbreyttu leiksvæði, annað en róluvellir og leikskólar um helgar. Eins þarf svæðið að vera aðlaðandi fyrir foreldrana. Það er vísir af þessu í Guðmundarlundi en mætti bæta, önnur kjöris svæði í mínu nærumhverfi mætti nefna s.s. Hlíðargarð, og opin svæði í kringum lækinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information