Setja leiktæki sem falla vel að umhverfinu fyrir börnin til að geta stoppað við í göngu ferð með foreldrum
Hægt að gera þetta að enn skemmtilegra útivistarsvæði fyrir börn og fullorðna með fjölbreyttari afþreyjingu en er í dag. Hvetja börnin enn frekar til útivistar. Leiktæki fyrir breiðan aldurshóp sem falla vel að umhverfinu, t.d. göngulóanet eða bátur, sjá myndir.
Vil benda á að Hlíðagarður er rétt fyrir ofan tjörnina og þar er flott klifrunet. Um að gera að nota það sem þegar er til staðar.
Hlíðargarður hentar ekki sem aðstaða til að borða nesti og leiksvæði þegar fjölskyldan er að "gefa öndunum" við tjörnina! Þó hann sé í nágrenninu eru þetta tvö aðskilin svæði.
Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation