Óskum eftir að þið gróðursetjið runna eða tré meðfram göngustígnum, sunnanmegin, sem lagður var í fyrra við endanna á Lækjasmára 92. Fólk notar þá frekar stíginn en grasið og eins væri betra upp á snjóruðninginn að hafa gróðurinn því þá vissu þeir hvar ætti að ryðja.
Það er búinn að vera mikill átroðningur bæði fólks og íþróttafólks (sporthúsið). Draugastígurinn myndaðist og auk þess var og er mikill átroðningur yfir okkar lóð, jafnt sumar sem vetur, því malbikaði göngustubburinn sem er á milli Lækjasmára 90 og 92 er aldrei mokaður og þar safnast mikill snjór í hvilftinni.
Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation