Stoppistöð fyrir leið 21 við Reykjanesbraut hjá Smáratorgi

Stoppistöð fyrir leið 21 við Reykjanesbraut hjá Smáratorgi

Leið 21 er eini vagninn sem ekur frá Mjódd og inn í Hafnafjörð eftir Reykjanesbraut. Frá Mjódd eru 5,5km að næstu stoppistöð við Vífilstaðarveg. Keyrir því leið 21 framhjá stærsta verslunarklasa Kópavogs þ.e. Smáratorgi, Smáralind, verslunum í Lindum og stóru atvinnusvæði við Dalveg án þess að stoppa. Ferðalangar sem þurfa því að komast frá eða til þessa svæðis frá Hafnarfirði þurfa því að ferðast rúma 2,2km upp í Mjódd í þveröfuga átt til að komast leiðar sinnar. Þetta þarf að bæta!

Points

Mikil óhagkvæmni er fyrir einstaklinga sem þurfa að komast á þetta stóra verslunar- og atvinnusvæði að þurfa ferðast 2,2km upp í Mjódd fyrst (oft í þveröfuga átt ef farið er frá þessum stað inn í Hafnafjörð). Til samlíkingar má bera þessa vegalengd 5,5km milli Mjódd og Vífilstaða við ígildi þess að Leið 1 myndi aka frá Landspítala að Höfðabakka án þess að stoppa neinstaðar á leiðinni. Með litlum tilkostnaði má samnýta undirgöng (Skógarlind) til að auka aðgengi milli biðskýlanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information