Bílastæði við Sundlaug Kópavogs

Bílastæði við Sundlaug Kópavogs

Mikill skortur er á bílastæðum við okkar frábæru sundlaug á Kársnesinu. Mér datt í hug hvort hægt væri að setja bílastæðiskjallara undir Vallargerðisvöllinn í Vallargerðinu sem er steinsnar frá sundlauginni. Önnur hugmynd væri að nýta völlinn sjálfan fyrir bílastæði en hann stendur ónotaður nánast allt árið um kring. Leitt að vita til þess að þar er svæði sem er illa nýtt um leið og skortur er á stæðum fyrir sundlaugargesti.

Points

Mikill skortur er á bílastæðum við okkar frábæru sundlaug. Mér datt í hug hvort hægt væri að setja bílastæðiskjallara undir Vallargerðisvöll við Vallargerðið. Önnur hugmynd væri að nýta völlinn sjálfan fyrir bílastæði en hann stendur ónotaður nánast allt árið um kring. Leitt að vita til þess að þarna er svæði sem er ekki vel nýtt um leið og skortur er á stæðum.

Það liggur lóðbeint við að taka mestan hluta vallarins undir stæði, breikka líka Vallargerðið í leiðinni og heimila tvístefnu.

Rétt er að skortur er á bílastæðum, hins vegar er hugmyndin um að breyta Vallargerðisvelli í bílastæði afleit. Ljóst var þegar sundlaugin var stækkuð að þetta yrði vandamál. Hins vegar er það svo að skortur er á grænum svæðum og útivistarsvæðum í Vesturbæ Kóp. Réttara væri að nýta Vallargerðisvöll betur til útivistar, en hann er til skammar nú. Varðandi sundlaug Kópavogs þá þjónar hún vesturb. Kópavogs vel. Hægt er að gera bílastæðahús ofan á núverandi bílastæði við laugina fyrir gestkomandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information